
BYGGJUM TRAUST
Helsta Þjónusta

Trésmíði
HH Hús rekur fullkomið trésmíðaverkstæði þar sem sérsniðnar lausnir í timburvinnu eru unnar með fagmennsku. Verkefnin okkar ná allt frá viðgerðum og innréttingum til nýsmíði.

Nýsmíði & Uppsteypa
HH Hús tekur að sér verkefni frá grunni, allt frá uppsteypu til fullbyggingar. Öll verk eru unnin með vandvirkni og nákvæmni sem skilar frábærum árangri.

Pípulagningar
Fagmenn HH Húsa sinna áreiðanlegum pípu- og vatnslögnum fyrir nýbyggingar og viðhald á eldri kerfum. Hágæða efni og vönduð vinnubrögð eru í forgrunni.

Byggingastjórnun
Með byggingastjórnun er öllu haldið í föstum skorðum og góð yfirsýn yfir verkefnin tryggð. Skipulag og fagmennska eru lykilþættir í hverju skrefi.

Þakskipti
Þakskipti eru unnin með fyrsta flokks efnum og nákvæmni sem skilar endingargóðri lausn. Við aðstoðum við val á efni sem hentar þínu heimili best.

Vörubíll með krana
Kranabíllinn okkar hentar fyrir flutninga og uppsetningu á stórum einingum. Sveigjanleiki í lausnum gerir þjónustuna aðgengilega fyrir ólíkar aðstæður.

Gluggaskipti
Gluggarnir okkar eru smíðaðir á eigin trésmíðaverkstæði og hannaðir til að standast íslenskar veðuraðstæður. Fagurfræði og ending sameinast í einni heildarlausn.

Málningarvinna
Hvort sem um er að ræða innanhúss- eða utanhúsmálun, eru gæði og fallegt yfirbragð ávallt í fyrirrúmi. Unnið er með hágæða efni fyrir endingu og útlit.

Sérsmíði
Við tökum að okkur sérsmíðuð verkefni á okkar trésmíðaverkstæði sem eru sérsniðin að þínum þörfum. HH Hús tryggir lausnir sem uppfylla bæði hagnýtar og fagurfræðilegar kröfur.

Einhverjar spurningar?
Ef þú hefur einhverjar spurningar eða vilt vita meira um okkur ekki hika við hafa samband.