
Um Okkur
Sagan Okkar
HH Hús er byggingarfyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, stofnað árið 2003. Markmið fyrirtækisins er að veita framúrskarandi þjónustu, fagleg vinnubrögð og veita góða upplýsingagjöf. Frá stofnun hefur HH Hús sérhæft sig í fjölbreyttum verkefnum, bæði nýbyggingum og fjölbreyttum viðhaldsverkefnum. HH Hús er alverktaki með smiði og pípara ásamt því að vera með samninga við undirverktaka eins og t.d. múrara og rafvirkja.
Fyrirtækið leggur áherslu á gæði og öryggi í sínum verkefnum, með það að leiðarljósi að skapa langtíma verðmæti fyrir viðskiptavini. Undanfarin misseri hefur HH Hús verið endurskipulag til að tryggja enn betri verkstýringu og skilvirkni og tryggja þannig að kostnaður haldist innan kostnaðaráætlunar.
Við höfum undanfarin ár sérhæft okkur í innivistarmálum/ raka/myglu hjá Reykjarvíkurborg,starfsfólk HH Húsa hefur sótt námskeið í myglu og rakamálum hjá Iðunni fræðslusetur.Við höfum réttindi til að taka niður asbest og höfum tekið nokkur þannig verk, stærst gamla Áburðarverksmiðjan í Gufunesi. Við eigum flest tæki og tól í vatnstjón erum með góðan bílaflota ýmsar stærðir og vel útbúnir bílar. Við erum með 24klst útkallsþjónustu.
Umhverfis- og sjálfbærnisstefna
HH Hús hefur þá stefnu að versla umhverfisvænar og sjálfbærar vörur frá viðurkenndum birgjum. Með því að velja vistvænar vörur og þjónustu frá traustum birgjum tryggir fyrirtækið að efni og lausnir sem notaðar eru í byggingaverkefni stuðli að sjálfbærni, minni sóun og minna kolefnisspori. Öll innkaup eru gerð með það að markmiði að draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar og stuðla að ábyrgri auðlindanýtingu, sem er í samræmi við skuldbindingu HH Húsa um að bæta bæði samfélagið og umhverfið í heild.